Fundargerð 75. fundar stjórnar SSNV, 22. mars 2022

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

 

Þriðjudaginn 22. mars 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar í fjarfundi á Teams. Hófst fundurinn kl. 15.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

  1. Ársreikningur SSNV fyrir árið 2021.
  2. Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.
  3. Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur

 

1. Ársreikningur SSNV fyrir árið 2021.

Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG kemur til fundar við stjórn og fer yfir ársreikning samtakanna fyrir árið 2021. Stjórn samþykkir reikninginn og mun undirrita hann með rafrænum hætti.

 

Kristján vék af fundi að þessum lið loknum.

 

2. Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra. 

Lögð fram Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra. Áætlunin er unnin af Samgöngu- og innviðanefnd sem skipuð var á 29. ársþingi SSNV þann 16. apríl 2021. Stjórn samþykkir áætlunina og sendir hana til afgreiðslu 30. ársþings SSNV sem fram fer 1. apríl n.k.

 

3. Önnur mál 

a)     Dagskrá ársþings.

Framkvæmdastjóri fer yfir lokadrög dagskrár ársþings SSNV. Stjórn samþykkir drögin. Framkvæmdastjóra er falið að senda fundargögn á þingfulltrúa í samræmi við samþykktir samtakanna.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:07.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir