Fundargerð 68. fundar stjórnar SSNV, 7. september 2021

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Þriðjudaginn 7. september 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi. Hófst fundurinn kl. 9:30.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

 

 1. Smávirkjanasjóður SSNV – úthlutun úr skrefi 2.
 2. Undirbúningur haustþings SSNV, 22. október 2021.
 3. 6 mánaða uppgjör.
 4. Forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2022.
 5. Almenningssamgöngur um land allt.
 6. Ósk um tilnefningu áheyrnarfulltrúa í Velferðarklasann.
 7. Ályktun SSNE um gegnsæi um opinbera styrki.
 8. Bókun umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppsöfnun á rúlluplasti.
 9. Nýsköpunarvikan á Norðurlandi, skýrsla um framkvæmd.
 10. Skýrsla um samstarf safna og setra á Norðurlandi vestra.
 11. Uppsögn Magnúsar Jónssonar.
 12. Staðfesting á ráðningu Magnúsar Barðdal.
 13. Fundargerðir.
 14. Umsagnarbeiðnir.
 15. Skýrsla framkvæmdastjóra.
 16. Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur

1. Smávirkjanasjóður SSNV – úthlutun úr skrefi 2.

Í júní voru birt minnisblöð um niðurstöður forathugana á 8 hugsanlegum smávirkjanakostum sem unnar voru með styrk úr Smávirkjanasjóði SSNV, skrefi 1. Stjórn samþykkir að auglýst verði úthlutun úr skrefi 2 með umsóknarfresti til 15. október 2021.

 

2. Undirbúningur haustþings SSNV, 22. október 2021.

Farið yfir undirbúning 5. haustþings SSNV sem skv. starfsáætlun á að fara fram 22. október. Þingið mun fara fram í Austur Húnavatnssýslu og vera með hefðbundnu sniði svo fremi sem samkomutakmarkanir á þeim tíma leyfi. Að öðrum kosti fari það fram sama dag í fjarfundi. Framkvæmdastjóra falið að hefja undirbúning þingsins í samræmi við samþykktir samtakanna.

 

3. 6 mánaða uppgjör.

Lagt fram 6 mánaða uppgjör SSNV. Rekstur er almennt skv. áætlun.

 

4. Forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2022.

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2022. Framkvæmdastjóra falið að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

 

5. Almenningssamgöngur um land allt. 

Lögð fram til kynningar auglýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um úthlutun úr lið A-10 á byggðaáætlun, almenningssamgöngur um land allt. Athygli sveitarfélaganna á starfssvæðinu hefur verið vakin á úthlutuninni.

 

6. Ósk um tilnefningu áheyrnarfulltrúa í Velferðarklasann. 

Lögð fram ósk stjórnar Velferðarklasans um tilnefningu áheyrnarfulltrúa SSNV í klasann. Stjórn tilnefnir Unni Valborg Hilmarsdóttur sem fulltrúa samtakanna.

 

7. Ályktun SSNE um gegnsæi um opinbera styrki. 

Á 27. fundi sínum þann 9. júní sl. bókaði stjórn SSNE svohljóðandi:

 

„Stjórn SSNE skorar á ábyrgðaraðila opinberra styrkveitinga að veita tölfræðilegar upplýsingar um búsetu styrkþega og umsóknaraðila við úthlutanir. Fram þarf að koma fjöldi umsókna, sem og fjöldi veittra styrkja, skipt eftir landshlutum. Slík gögn auka gagnsæi og myndu veita m.a. landshlutasamtökunum, sveitarfélögum og atvinnulífi mikilvæga innsýn.“

 

Stjórn SSNV tekur heilshugar undir framangreinda bókun. Þær upplýsingar sem fjallað er um auðvelda starf ráðgjafa landshlutasamtaka við að greina árangurshlutfall umsækjenda á hverju svæði fyrir sig og gefa vísbendingar um þörf á stuðningi við umsóknargerð sem og hvatningu til hagaðila að sækja um í hina ýmsu sjóði. Þessar upplýsingar eru því liður í að fjölga umsóknum af landsbyggðinni og stuðla þannig að aukinni þátttöku fyrirtækja og einstaklinga í hinum dreifðari byggðum.

 

8. Bókun umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppsöfnun á rúlluplasti. 

Lagt fram til kynningar. Í bókuninni kemur fram nauðsyn þess að lausn verði fundin á endurnýtingu á rúlluplasti. Ljóst er að aðkomu ríkisvaldsins er þörf og skorar stjórn SSNV á umhverfis- og auðlindaráðuneytið að framtíðarlausn verði fundin hið fyrsta.

 

9. Nýsköpunarvikan á Norðurlandi, skýrsla um framkvæmd. 

Lögð fram til kynningar. Stjórn lýsir yfir ánægju með framkvæmd verkefnisins.

 

10. Skýrsla um samstarf safna og setra á Norðurlandi vestra. 

Lögð fram til kynningar. Skýrslan hefur verið send til sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Í september verður haldinn kynningarfundur fyrir safnafólk á Norðurlandi vestra og skýrslan í kjölfarið birt á vef samtakanna.

 

11. Uppsögn Magnúsar Jónssonar. 

Lögð fram uppsögn Magnúsar Jónssonar úr starfi verkefnisstjóra iðnaðar. Stjórn þakkar Magnúsi vel unnin störf í þágu samtakanna og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

 

12. Staðfesting á ráðningu Magnúsar Barðdal. 

Stjórn staðfestir ráðningu Magnúsar Barðdal í starf verkefnisstjóra iðnaðar sem samþykkt var með tölvupósti. Ráðningin er tímabundin til eins árs. Stjórn býður Magnús velkominn til starfa.

 

13. Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

Stjórn SSH, 5. júlí 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 23. júní 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 7. júní 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 18. ágúst 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 16. júní 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SSV, 9. júní 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 11. ágúst 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 9. júní 2021. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 13. ágúst 2021. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 4. júní 2021. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 7. maí 2021. Fundargerðin.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 6. júlí 2021. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. ágúst 2021. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11. júní 2021. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. maí 2021. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 15. júní 2021. Fundargerðin.

 

14. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 

Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis. mál nr. 157/2021. Umsagnar-frestur til 1. október 2021.

 

Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að umsókn og senda stjórn til samþykktar.

 

15. Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

16. Önnur mál. 

a)      Markaðsstofa Norðurlands.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.

 

b)     Stafrænt ráð sveitarfélaga.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:20.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir