Fundargerð 62. fundar stjórnar SSNV, 12. janúar 2021

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð 62. fundar stjórnar SSNV, 12. janúar 2021.

 

Þriðjudaginn 12. janúar 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki. Hófst fundurinn kl. 09:30.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

 

  1. Tilnefning í skólanefnd FNV.
  2. Tilnefning í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1.
  3. Framúrskarandi verkefni 2020.
  4. Velferðartækni, kynning.
  5. Fundargerðir.
  6. Umsagnarbeiðnir.
  7. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  8. Önnur mál.

 

Afgreiðslur

1.      Tilnefning í skólanefnd FNV

Staðfesting á tilnefningu fulltrúa SSNV í skólanefnd Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra til fjögurra ára sem samþykkt var með tölvupósti 22. desember 2020. Stjórn tilnefnir Stefán Vagn Stefánsson og Ingveldi Ásu Konráðsdóttur sem aðalmenn og Regínu Valdimarsdóttur og Gunnar Tryggva Halldórsson til vara.

 

2.      Tilnefning í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1. 

Í bréfi, dags. 29. desember 2020 óskar Landsnet eftir tilnefningu fulltrúa SSNV í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1. Stjórn tilnefnir Unni Valborg Hilmarsdóttur sem aðalmann og  Sigfús Inga Sigfússon til vara.

 

3.      Framúrskarandi verkefni 2020. 

Í desember var kallað eftir tilnefningum til fyrirmyndarverkefna á árinu 2020 á starfssvæði SSNV. Annars vegar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og hins vegar á sviði menningarmála. Fjölmargar tilnefningar bárust og er íbúum á svæðinu þökkuð góð viðbrögð. Stjórn ákveður að veita eftirtöldum verkefnum viðurkenningar að þessu sinni:

 

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar: Vörusmiðja Biopol fyrir Sölubíl smáframleiðenda á Norðurlandi vestra.  Verkefnið er allt í senn, sameiningarafl fyrir smáframleiðendur, aukin þjónusta við viðskiptavini þeirra og nýstárleg og góð lausn á markaðssetningu og sölu afurða beint frá býli. Verkefnið styður við smáframleiðendur á því sviði þar sem þekkingu þeirra margra skortir og er í takt við markmið Sóknaráætlunar landshlutans um aukið virði afurða sem og sölu vara beint frá býli. Sölubíllinn hefur vakið jákvæða og verðskuldaða athygli á svæðinu sem er eitt mesta matvælahérað landsins og er mikilvægur þáttur í áframhaldandi atvinnuþróun og uppbyggingu þess.

 

Álfhildur Leifsdóttir og Halldór Gunnar Ólafsson véku af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

 

Á sviði menningarmála: Handbendi brúðuleikhús fyrir brúðulistahátíðina Hvammstangi International Puppetry Festival. Frá stofnun hefur brúðuleikhúsið Handbendi vakið jákvæða athygli á landshlutanum fyrir metnaðarfull og vönduð menningarverkefni sem farið hafa víða, innanlands sem utan. Brúðulistahátíðin sem haldin var í fyrsta skipti í október 2020 var þar engin undantekning. Að halda brúðulistahátíð á Norðurlandi vestra hefði alltaf verið ærið verkefni en að gera það á glæstan hátt í heimsfaraldri er listrænt og framkvæmdarlegt afrek. Verkefnið er listamönnum í landshlutanum hvatning til að láta ekkert stoppa sig í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og er brúðuleikhúsið Handbendi mikilvægur þáttur í menningarlífi landshlutans.

 

Stjórn óskar viðurkenningarhöfum til hamingju og felur framkvæmdastjóra að afhenda viðurkenningarnar fyrir hennar hönd þar sem ekki verður haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í ár vegna samkomutakmarkana.

 

4.      Velferðartækni, kynning. 

Inn á fund stjórnar komu á fjarfundi þau Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við sjúkrahúsið á Akureyri og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Kynntu þau verkefni um velferðartækni sem nú er unnið að á Norðurlandi eystra.

 

Sigurður og Elva véku af fundi að þessum lið loknum.

 

5.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

Stjórn SASS, 3. desember 2020. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11. desember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 9. desember 2020. Fundargerðin.

Byggðamálaráð, 19. nóvember 2020. Fundargerðin.

Byggðamálaráð, 3. desember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 23. nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 30. nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 7. desember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSV, 2. desember 2020. Fundargerðin.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, 17. desember 2020. Fundargerðin.

 

6.      Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 

Grænbók um byggðamál. Mál í samráðsgátt stjórnvalda nr. 274/2020. Umsagnarfrestur til 25. janúar 2021.

Tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál. Umsagnarfrestur til 12. janúar 2021.

Frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð, 369. mál. Umsagnarfrestur til 1. febrúar 2021.

 

Framkvæmdastjóra er falið að senda inn umsögn um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð þar sem tekið er undir sjónarmið sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Ekki þykir ástæða til umsagnar um önnur mál.

 

7.      Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

8.      Önnur mál. 

a)      Markaðsstofa Norðurlands

 

Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.

 

b)     Stafrænt ráð sveitarfélaga.

 

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:40.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir