Fundargerð 2. fundar Samgöngu- og innviðanefndar SSNV, 18. nóvember 2021

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kom Samgöngu- og innviðanefnd SSNV saman til fjarfundar. Hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt voru: Regína Valdimarsdóttir, formaður, Halldór G. Ólafsson, Einar K. Jónsson, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Magnús Magnússon, Sigurgeir Þór Jónasson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV og starfsmaður nefndarinnar, sem ritaði fundargerð. Drífa Árnadóttir boðaði forföll.

Regína Valdimarsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

1. Könnun á fjarskiptasambandi.

2. Staða uppfærslu á skýrslu.

3. Forgangsverkefni sveitarfélaganna.

4. Næstu skref.

 

Afgreiðslur:

 

1. Könnun á fjarskiptasambandi.

Starfsmaður nefndarinnar fór yfir hluta niðurstaðna könnunar á fjarskiptasambandi í dreifbýli sem staðið hefur sl. 4 vikur. Honum falið að draga niðurstöður saman og setja inn í skýrsludrög sem eru í vinnslu.

 

2. Staða uppfærslu á skýrslu.

Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun texta gildandi áætlunar.

 

3. Forgangsverkefni sveitarfélaga.

Á 1. fundi nefndarinnar þann 31. ágúst 2021 var ákveðið að til þessa fundar kæmu nefndarmenn með yfirlit yfir brýnustu verkefni í hverju sveitarfélagi fyrir sig í flokkum áætlunarinnar, að hámarki 6 vegaverkefni. Fulltrúar sveitarfélaganna fóru yfir helstu áherslumál í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Starfsmanni nefndarinnar falið að setja þau verkefni sem fram komu inn í skýrsludrögin.

 

4. Næstu skref.

Skv. verkáætlun nefndarinnar skulu fyrstu drög skýrslu liggja fyrir í janúar. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram að uppfærslu hennar og senda á nefndarmenn til yfirferðar fyrir næsta fund. Næsti fundur verður boðaður í fyrstu vikunni í febrúar 2022.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:02