Fundargerð 128. fundar stjórnar SSNV, 23. september 2025

Hér má nálgast fundargerð á pdf. 


Fundargerð 128. fundar stjórnar SSNV, 23. september 2025 

 

 

Þriðjudaginn 23. september 2025, kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd. Hófst fundurinn kl. 9.00. 

Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.  

 

Dagskrá:  

 

  1. Samskiptastefna Norðurlands vestra 

  1. Staða og framtíðarhorfur íbúðauppbyggingar á Norðurlandi vestra 

  1. Endurskoðun byggðaáætlunar í opið samráð 

  1. Stafrænt ráð sveitarfélaga  

  1. Fjárhagsáætlun SSNV 2026 

  1. Kynning á þjónustu Gagna ehf. 

  1. Breytingar á akstursplani Strætó á Norðurlandi vestra  

  1. Stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 

  1. Fækkun opinberra stöðugilda á Norðurlandi vestra 

  1. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands 

  1. Framlögð mál til kynningar 

  1. Fundargerðir  

  1. Umsagnir 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

 

 

 Afgreiðslur 

  

  1. Samskiptastefna Norðurlands vestra 

Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu kynnti drög að samskiptastefnu Norðurlands vestra. Dagskrárliðurinn var haldinn sem vinnufundur stjórnar þar sem farið var yfir sýn og markmið stefnu, skilgreinda lykilhópa og lykilskilaboð, helstu boðleiðir og miðla, mögulega verkferla og ábyrgð, mælikvarða árangurs, áhættuþætti og fyrstu aðgerðir í innleiðingu. Lögð var fram samantekt frá íbúafundum ásamt greiningu á núverandi stöðu verkefnisins.  
Stjórn tekur jákvætt í framlagða vinnu. Stjórn felur Strategíu, í samvinnu við framkvæmdastjóra SSNV, að uppfæra drögin í samræmi við umræðu og ábendingar fundarins og eiga samráð við sveitarstjóra í landshlutanum um stefnuna.  

 

  1. Staða og framtíðarhorfur íbúðauppbyggingar á Norðurlandi vestra 

Fulltrúar frá HMS komu á fund stjórnar SSNV til að ræða húsnæðisáætlanir sveitarfélaga vegna ársins 2026 ásamt fyrirhuguðum landshlutafundum. Jafnframt ræddu þeir hugsanlega gerð og framkvæmd við sameiginlega húsnæðisáætlun landshlutans. 

Stjórn SSNV þakkar fulltrúum HMS fyrir erindið. 

 

Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar þar sem almenningi gefst tækifæri til að segja sína skoðun á gildandi byggðaáætlun, kostum hennar og göllum, tækifærum og áskorunum. 

Lagt fram til kynningar. 

 

Álfhildur Leifsdóttir, stjórnarmaður og fulltrúi Norðurlands vestra í Stafrænu ráði sveitarfélaga, fór yfir störf ráðsins og fræðsluferð til Danmerkur. 
Í byrjun september fóru 47 fulltrúar frá sautján sveitarfélögum í námsferð til Danmerkur með það að markmiði að kynnast stafrænni umbreytingu í opinberri stjórnsýslu. Ferðin var skipulögð í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga (SSSFS). Tilgangur ferðarinnar var að öðlast betri skilning á því hvernig dönsk sveitarfélög nýta stafrænar lausnir til að bæta þjónustu og auka skilvirkni. 

Dagskráin var fjölbreytt og bauð upp á víðtæka innsýn í þróun og framkvæmd stafrænna verkefna í Danmörku. Þar var m.a. kynnt hvernig danska sambandið (KL) leiðir sameiginlegar stafrænar lausnir og hvernig upplýsingatæknirekstur sveitarfélaga hefur verið sameinaður í færri einingar. Þátttakendur kynntust einnig starfsemi KOMBIT, sem gegnir lykilhlutverki í samræmingu og innleiðingu slíkra lausna. Auk þess var farið yfir fjármál sveitarfélaga og hvernig gögn eru nýtt til samanburðar og stefnumótunar. 

Ferðin var bæði hvetjandi og gagnleg. Hún veitti innblástur og sýndi fram á hvernig samstarf, nýsköpun og markviss stefna geta stuðlað að árangursríkri stafrænni umbreytingu. Þá var áberandi hve öflugt samstarf Danir hafa byggt upp, sem auðveldar framgang verkefna, þau eru að mörgu leiti komin langt í þessum málum. Það er lærdómur sem íslensk sveitarfélög ættu að nýta sér í áframhaldandi þróun stafrænna mála. 

Stjórn þakkar Álfhildi fyrir greinargóða yfirferð. 

 

  1. Fjárhagsáætlun SSNV 2026 

Fjárhagsáætlun 2025 lögð fram til kynningar. Matthías Rúnarsson bókari SSNV kom til fundar. Stjórn þakkar góða yfirferð, samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og vísar drögum til haustþings SSNV. 

 

  1. Kynning á þjónustu Gagna ehf. 

Lagt fram erindi frá Þorsteini Gunnlaugssyni þar sem hann kynnir þá þjónustu sem hann býður upp á er varðar fjarskiptaúttekt á landssvæðum. 

Stjórn þakkar fyrir erindið og felur framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með Þorsteini. Jafnframt felur stjórn framkvæmdastjóra að kalla eftir frá Fjarskiptastofu mati á stöðu landshlutans varðandi fjarskiptasamband fyrir og eftir þær breytingar sem í gangi eru á útfösun á 2G og 3G farsímasambandi enda er ljóst að farsímasamband hefur nú þegar versnað í landshlutanum. 

 

  1. Breytingar á akstursplani Strætó á Norðurlandi vestra 

Kynnt var ný tímatafla fyrir almenningsamgöngur á landi á landsbyggðinni 2026-2027. 

Úr þessari nýju tímatöflu sem tekur gildi 1. Janúar 2026 má sjá að ferðum strætó milli Reykjavíkur og Akureyrar fækkar verulega eða úr 13 í 7. Sama er með fækkun ferða frá Akureyri til Reykjavíkur en þeim fækkar einnig úr 13 í 7 á viku. Samtals fækkar því ferðum strætó milli þessara stærstu þéttbýlisstaða á Íslandi úr 26 ferðum í 14 eða um 54%. 

Frá og með 1. Janúar 2026 verður einungis ein ferð á dag alla daga vikurnar. 

Stjórn SSNV harmar mjög þá miklu skerðingu sem verður á almenningssamgöngum í landshlutanum með þessari fækkun ferða. Ljóst er af þeim íbúafundum sem haldnir hafa verið á liðnum mánuðum að krafa íbúanna er algjörlega í hina áttina, eða krafa um aukningu á almenningssamgöngum og þá sérstaklega innan landshlutans. Þessari skerðingu fylgir engin aukning innan landshlutans þótt stjórn SSNV hafi farið fram með þá kröfu á vinnufundum með Vegagerðinni sem haldnir voru um breytingar á almenningssamgöngum á landsbyggðinni. Þetta kemur til með að hafa áhrif á sókn nemenda framhaldsskólanna sem hafa hingað til nýtt sér þessa þjónustu til og frá heimilis og skóla. Stjórn SSNV skorar á Innviðaráðherra að taka málið föstum tökum og tryggja aukið fjármagn til almenningssamgangna á Norðurlandi vestra. Ljóst er að þessi niðurskurður er ekki að hjálpa til við eflingu landshlutans, heldur þvert á móti er ríkið hér að skerða vísvitandi lífskjör íbúa á Norðurlandi vestra og stuðla þar með að hugsanlegri fækkun íbúa.  

Framkvæmdastjóra falið að senda bókunina á innviðaráðherra og þingmenn kjördæmisins. 

  

Stjórn SSNV fjallaði um stöðu og framgang fyrirhugaðrar stækkunar verknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra (FNV). Stjórn tekur undir áhyggjur og niðurstöður sem koma fram í bókun Byggðarráðs Skagafjarðar (159) og bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar 17. september 2025 um hægagang í hönnun og undirbúningi framkvæmdanna. Stjórn áréttar að núverandi aðstaða starfsfólks og nemenda FNV er óásættanleg og stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíkra starfa. 

Stjórn vísar til yfirlýsinga mennta- og barnamálaráðuneytis frá júní 2025 um að ráðast skyldi í fullnaðarhönnun og áætlunargerð yfir sumartímann, að fyrir lægi uppsafnað fjármagn að fjárhæð 2,6 ma.kr. til stækkunar fjögurra framhaldsskóla, þar á meðal FNV, og að sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafi skuldbundið sig til 40% kostnaðarþátttöku. Jafnframt er vísað til stefnuræðu forsætisráðherra 10. september 2025 þar sem fram kom að framkvæmdir við stækkun fjögurra verknámsskóla, m.a. FNV, yrðu hafnar á næsta ári og væru fjármagnaðar. 

Stjórn SSNV skorar á ríkisstjórn Íslands og viðkomandi stofnanir að tryggja tafarlausan framgang verkefnisins, þannig að útboðs- og hönnunarferli verði lokið án frekari tafa og framkvæmdir hefjist eigi síðar en á árinu 2026, í samræmi við framangreindar yfirlýsingar. 

Framkvæmdastjóra falið að senda áskorunina á menntamálaráðherra og forsætisráðherra ásamt þingmönnum kjördæmisins. 

 

Lögð fram skýrsla útgefin af Byggðastofnun 16. september sl., um þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi. Skýrsla sem þessi hefur verið gefinn út á tveggja ára fresti og sýna niðurstöður hennar stöðuna í lok árs 2024.  

Megin niðurstöður skýrslunnar sýna að ríkisstörfum heldur áfram að fjölga og nú um 538 eða 1,9% frá árinu 2023. Flest eru stöðugildi á vegum ríkisins staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta. 

Sé horft á þróun í fjölda stöðugilda á vegum ríkisins frá árinu 2015 til 2024 þá er hún einna lægst á Norðurlandi vestra, en á því tímabili fjölgar ríkisstörfum hér um 66 meðan fjölgunin í heild á landinu öllu er um 6.300 stöðugildi. Sé horft á þróunina frá 2020, en síðan þá hefur ríkisstörfum fjölgað um 23 stöðugildi eða 4,4% í landshlutanum meðan fjölgun ríkisstarfa á landinu öllu er tæplega 4.000 eða 11- 42%.  

Sé eingöngu horft á þróunina á Norðurlandi vestra milli áranna 2023 og 2024 þá fækkar ríkisstörfum hér á svæðinu um 10, og erum við annar landshlutinn af tveimur sem sú þróun gerist á þrátt fyrir að störfunum í heild sé að fjölga milli áranna um 538. Því miður er þessi niðurstaða sambærileg og var í skýrslu Byggðastofnunnar frá 2023 en þá var Norðurland vestra eini landshlutinn þar sem ríkisstörfum fækkaði milli áranna 2021 og 2022 eða um samtals 11 stöðugildi meðan fjölgunin á landsvísu var 788 stöðugildi.  

Milli áranna 2023 og 2024 var mest fækkun í Húnaþingi vestra eða um níu stöðugildi sem samsvarar 11,3%. Þar fækkaði stöðugildum m.a. hjá Umhverfisstofnun, Íslandspósti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Húnabyggð fjölgaði stöðugildum um 7 en þar varð fjölgun m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Landsvirkjun. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði stöðugildum um fimm, mest vegna fækkunar hjá Vinnumálastofnun. Í Skagafirði fækkaði stöðugildum um tvö. 

Í skýrslunni má líka sjá að Norðurland vestra er eini landshlutinn þar sem íbúum hefur fækkað frá árinu 2021, en á því tímabili hefur okkur fækkað um 45 meðan landsmönnum hefur fjölgað um rúmlega 20 þúsund. 

Stjórn SSNV lýsir yfir þungum áhyggjum af þessari neikvæðu og óhagstæðu þróun í bæði íbúafjölda og fjölda ríkisstarfa í landshlutanum. Það má ljóst vera að staða landshlutans er grafalvarleg og þróuninni verður að snúa við. 

Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með forsvarmönnum ríkisstjórnarinnar með stjórn SSNV til að ræða stöðu landshlutans. 

 

  1. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands 

Þann 29. september 2025, kl. 13:00-15:30, verður haldinn vinnufundur í Hofi, Akureyri undir yfirskriftinni “Become a part of the future of North Iceland”. 

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands en að frumkvæði hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel og svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki, sem hafa verið brautryðjendur í leiguflugi til Akureyrar. Um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir stefnumótandi samtal um framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. 

Lagt fram til kynningar. 
  

  1. Framlögð mál til kynningar                                                                                                                                                                                                                       a) Fundargerðir  

Stjórn SASS, 5. september 2025. Fundargerðin.  

Stjórn SSS, 10. september 2025. Fundargerðin.  

Stjórn SSNE, 4. september 2025. Fundargerðin. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. september 2025. Fundargerðin. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. ágúst 2025. Fundargerðin. 

 

Lagt fram til kynningar. 

          b) Umsagnir 

Frumvarp til fjárlaga 2026. Umsagnarfrestur er til og með 2. október 2025. 

 

Stjórn sendi inn eftirfarandi bókun: Mál nr. S-160/2025. 

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Skýrsla framkvæmdastjóra flutt munnlega. 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13.00.  

 

Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.