Hér má nálgast fundargerð á pdf.
Fundargerð 127. fundar stjórnar SSNV, 2. september 2025
Þriðjudaginn 2. september 2025, kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30.
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Lýðheilsukort Norðurlands vestra
Atvinnustefna - morgunverðarfundur
Umhverfisþing 2025
Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra
Breytingar á samþykktum SSNV
Undirbúningur haustþings SSNV, 15. október 2025.
Framlögð mál til kynningar
Fundargerðir
Skýrsla framkvæmdastjóra
Afgreiðslur
Lýðheilsukort Norðurlands vestra
Magnús Barðdal og Berglind Björnsdóttir koma inn á fund og kynna stöðu á verkefninu Lýðheilsukort Norðurlands vestra. Um er að ræða verkefni sem miðar að því að bæta lýðheilsu í landshlutanum og gera fjölskyldum kleift að nýta þá afþreyingu sem er í boði með hagkvæmum hætti.
Stjórn þakkar Magnúsi og Berglindi fyrir greinargóða yfirferð og þeim falið að vinnamálið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um mótun nýrrar atvinnustefnu fimmtudaginn 4. september nk. á Hilton Nordica. Fundurinn, sem er öllum opinn, hefst kl. 9 en boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8:30.
Lagt fram til kynningar.
Skráning er hafin á XIV. Umhverfisþing. Þingið, sem er umfangsmeira en undanfarin ár, verður haldið dagana 15. og 16. september í Silfurbergi í Hörpu. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál.
Lagt fram til kynningar.
Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra
Framhald á umræðum frá 126. fundi stjórnar. Uppbyggingarsjóðir landshlutasamtakanna nota sameiginlegt umsóknarkerfi í gegnum samning við Byggðastofnun. Nýverið var undirritaður nýr samstarfssamningur við Rannís, sem mun annast rekstur og þjónustu við umsóknarkerfið. Vegna þessa, og staðlaðs matskerfis sem kerfi Rannís byggir á, þarf að endurskoða og aðlaga úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra að breyttu verklagi.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingar á úthlutunarreglum.
Breytingar á samþykktum SSNV
Framkvæmdastjóri fór yfir tillögur að breytingum á samþykktum samtakanna. Breytingar snúa aðallega að einföldun er varða þing samtakanna en einnig uppfærslu varðandi skipun í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs.
Stjórn samþykkir að leggja breytingar á samþykktum samtakanna fyrir auka ársþing SSNV og felur framkvæmdastjóra að boða til auka ársþings svo að taka megi breytingarnar fyrir til afgreiðslu. Stjórn samþykkir að boða til þingsins í tengslum við haustþing samtakanna og er áætlað að auka þing hefjist kl. 9:00 miðvikudaginn 15. október og verði á Teams.
Undirbúningur Haustþings SSNV, 15. október 2025.
Haustþing SSNV verður haldið 15. október nk. og verður þingið rafrænt. Framkvæmdastjóri fer yfir drög að skipulagi þingsins. Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir tillögum að ályktunum frá sveitarstjórum landshlutans.
Framlögð mál til kynningar
Fundargerðir
Stjórn SASS, 14. ágúst 2025. Fundargerðin.
Stjórn SSA. 14. ágúst 2025. Fundargerðin.
Lagt fram til kynningar.
Skýrsla framkvæmdastjóra
Skýrsla framkvæmdastjóra flutt munnlega.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11.41.
Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550