Hér má nálgast fundargerð á pdf.
Fundargerð 126. fundar stjórnar SSNV, 15. ágúst 2025
Föstudaginn 15. ágúst 2025, kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 13.00.
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra
6 mánaða uppgjör SSNV
Undirbúningur haustþings SSNV, 15. október 2025.
Samráðsfundur með Innviðaráðherra
Samantekt af fundi með RÚV
Framlögð mál til kynningar
Fundargerðir
Umsagnir
Skýrsla framkvæmdastjóra
Afgreiðslur
1. Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra
Uppbyggingarsjóðir landshlutasamtakanna nota sameiginlegt umsóknarkerfi í gegnum samning við Byggðastofnun. Nýverið var undirritaður nýr samstarfssamningur við Rannís, sem mun annast rekstur og þjónustu við umsóknarkerfið. Vegna þessa, og staðlaðs matskerfis sem kerfi Rannís byggir á, þarf að endurskoða og aðlaga úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra að breyttu verklagi.
Berglind Björnsdóttir og Guðlaugur Skúlason, starfsmenn SSNV, komu á fundinn og kynntu tillögur að breytingum á úthlutunarreglunum. Stjórn SSNV samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Stjórn þakkar fyrir greinargóða kynningu.
2. 6 mánaða uppgjör SSNV
Framkvæmdastjóri fór yfir 6 mánaða rekstraruppgjör samtakanna. Rekstur samtakanna er almennt skv. áætlun.
3. Undirbúningur Haustþings SSNV, 15. október 2025.
Haustþing SSNV verður haldið 15. október nk. og verður þingið rafrænt. Framkvæmdastjóri fór yfir drög að dagskrá þingsins. Framkvæmdastjóra falið að senda fundarboð á sveitarstjóra og þingfulltrúa.
4. Samráðsfundur með Innviðaráðherra
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, boðar til opins íbúafundar 25. Ágúst í Krúttinu á Blönduósi sem liður í samráði við íbúa og sveitarstjórnarfólk um málefni ráðuneytisins, undir heitinu „Fjárfest í innviðum til framtíðar“. Magnús Magnússon, formaður samgöngu‑ og innviðanefndar SSNV, flytur ávarp fyrir hönd samtakanna. Einar E. Einarsson, formaður SSNV, mun leiða fundinn sem fundarstjóri. Lagt fram til kynningar.
5. Samantekt af fundi með RÚV
Stjórn SSNV þakkar fyrir málefnalegan og uppbyggilegan fund með RÚV og lýsir ánægju með að unnið sé að mótun landsbyggðarstefnu fyrir stofnunina.
Stjórnin leggur ríka áherslu á að markmið stefnunnar verði útfærð og fylgt eftir í verki. Í því felst m.a. að tryggt verði að RÚV ráði starfsmann með fasta búsetu á Norðurlandi vestra til að efla nærveru og þjónustu á svæðinu.
Í nýjum þjónustusamningi milli RÚV og Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins er kveðið á um að RÚV skuli hafa starfsemi og fréttamenn í öllum landshlutum. Stjórn SSNV ítrekar að landshlutar eru skilgreindir sem átta og hafnar því að Norðurland sé skilgreint sem einn landshluti, líkt og fram kom á fundinum. Norðurland vestra á að njóta sambærilegrar þjónustu og aðrir landshlutar landsins.
Framkvæmdastjóra falið að senda bókunin á útvarpsstjóra og stjórn RÚV.
6. Framlögð mál til kynningar
a) Fundargerðir
Stjórn SSH, 16. júní 2025. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 7. júlí 2025. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 27. júní 2025. Fundargerðin.
Stjórn SSA. 4. júní 2025. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðarstofu, 11. júní 2025. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. júní 2025. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 13. júní 2025. Fundargerðin.
Stjórn stýrihóps stjórnarráðs um byggðamál, 10. júní 2025. Fundargerðin.
Lagt fram til kynningar.
b) Umsagnir
Tillaga um flokkun Kjalölduveitu og virkjunarkosta í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Mál nr. S-142/2025. Umsagnarfrestur er til og með 31. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
7. Skýrsla framkvæmdastjóra
Skýrsla framkvæmdastjóra flutt munnlega.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14.55.
Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550