Fundargerð 101. fundar stjórnar SSNV, 5. desember 2023

PDF útgáfu má lesa hér 

Fundargerð 101. fundar stjórnar SSNV, 5. desember 2023.

Þriðjudaginn 5. desember 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga. Hófst fundurinn kl. 10.30.

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Friðrik Már Sigurðsson og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Kynningar starfsfólks SSNV
  2. Áhersluverkefni SSNV árið 2024
  3. Uppbyggingasjóður SSNV – fjárhæðir
  4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
  5. Skýrsla framkvæmdastjóra

 

Afgreiðslur: 

1. Kynningar starfsfólks SSNV

Magnús Barðdal, Ólöf Lovísa, Davíð Jóhannsson og Sveinbjörg Pétursdóttir starfsfólk SSNV komu til fundar sem gestir. Framkvæmdastjóri og starfsfólk SSNV fóru yfir lykilverkefni, stöðu þeirra og nálgun.

Katrín M Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri:  Innra skipulag, nálgun verkefna, og verkstjórn. Hagsmunagæsla SSNV, tækifæri og samstarfsaðilar.

Magnús Barðdal, verkefnastjóri fjárfestinga: Fjárfestingaverkefni á Norðurlandi vestra sem eru í vinnslu og staða þeirra. Auk stefnumótunarvinnu með sveitarfélögum á svæðinu og atvinnutækifæri þessu tengdu.  

Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir, ráðgjafi á sviði nýsköpunar: Fór yfir verkefni tengd stuðningi við nýsköpun, viðskiptahraðla, unga frumkvöðla og Norðanáttina. Hvernig það tengist atvinnuráðgjöf og þróun. Einnig fjallaði Ólöf um áhersluverkefnið landshluti í forustu í loftlagsmálum og græn skref á Norðurlandi vestra.

Davíð Jóhannsson, ráðgjafi á sviði ferðaþjónustu:  Fjallaði um verkefni tengd ferðaþjónustu á svæðinu samstarfi við þau og fagráð. Davíð ræddi líka verkefni eins og Straumhvörf og Verðmætasköpun í strjábýli sem eru hluti af C1. Þess utan var hann með yfirferð á þremur erlendum samstarfsverkefnum sem eru: - GLOW: nýting myrkurgæða í sjálbærri ferðaþjónustu, - SUB, hjóla-ferðamennska á Norðurslóðum, - (TOURBIT: stafræn þróun í ferðaþjónustu).

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi: Fór yfir atvinnuráðgjöf, rekstraráætlanir og lánsumsóknir. Hvernig verkefnin tengjast byggða- og atvinnuþróun. Sveinbjörg fjallaði líka um Uppbyggingarsjóð, umfang verkefnisins, utanumhald og verkstjórn. Auk þess fór hún yfir evrópuverkefnið Target Circular sem SSNV er þátttakandi að sem snýr m.a. að þjálfun atvinnuráðgjafa sem skilar sér í betri þjónustu til fyrirtækja þar sem markmiðið er að styrkja rekstrarforsendur þeirra og sjálfbærni.

 

 2. Áhersluverkefni SSNV 2024

Yfirferð áhersluverkefna og umræða um framhald verkefna í vinnslu sem og ný verkefni borin undir stjórn til samþykktar. Drög að verkefnum samþykkt með fyrirvara um nánari úrvinnslu og fjárhæðir. Verkefnin verða að lokum formlega samþykkt á næsta fundi stjórnar. Í millitíðinni er framkvæmdastjóra falið að taka verkefnin áfram samkvæmt samtali.  

Magnús Barðdal, Ólöf Lovísa og Davíð Jóhannsson véku af fundi að þessum lið loknum.

 

 

 3. Uppbyggingasjóður SSNV 2024

Í fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir árið 2024, sem samþykkt var á haustþingi samtakanna þann 12. október 2023, er gert ráð fyrir að styrkir Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra á árinu 2024 verði:

 

Til menningarmála                                                             36.000.000 kr.

Til atvinnuþróunar og nýsköpunar                                 34.000.000 kr.

 

Stjórn SSNV samþykkir að auki séu til ráðstöfunar fjármunir vegna styrkja sem hafa verið lækkaðir, felldir niður eða afþakkaðir af styrkþega. Þeir fjármunir skiptast þannig:

 

               Til menningarmála                                                              2.500.000 kr.

               Til atvinnuþróunar og nýsköpunar                                    6.685.361 kr.

 

Samtals eru því til úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra í úthlutun með umsóknarfresti til 1. nóvember 2023:

 

               Til menningarmála                                                             38.500.000 kr.

               Til atvinnuþróunar og nýsköpunar                                   40.685.361 kr.

                                                              

Samtals til úthlutunar                                      79.185.361 kr.

 

Sveinbjörg Pétursdóttir vék af fundi að þessum lið loknum.

 4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SASS, 10. nóvember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 1. nóvember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSV, 3. október 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSA, 10. nóvember 2023. Fundargerðin.

Stjórn Austurbrúar, 10. nóvember 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. nóvember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 6. nóvember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 20. nóvember 2023. Fundargerðin.

Markaðsstofa Norðurlands , 29. nóvember 2023. Fundargerðin.

 

 5. Skýrsla framkvæmdastjóra

Fréttir af starfseminni og staða verkefna flutt munnlega.    

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:15

Guðmundur Haukur Jakobsson,

  Einar E. Einarsson,

Vignir Sveinsson,

 Friðrik Már Sigurðsson,

  Jóhanna Ey Harðardóttir,

Katrín M. Guðjónsdóttir.