Vísindavaka Rannís snýr aftur!

Vísindavaka 2022 verður haldin laugardaginn 1. október kl.12:00-18:00 í Laugardalshöllinni og snýr því aftur eftir heimsfaraldur covid. Heimasíðan er sem fyrr www.visindavaka.is, auk þess sem Facebook síða Vísindavökunnar verður reglulega uppfærð.

Þema Vísindavökunnar í ár er Framtíðin og verður þáttakendum boðið að miðla því hvað framtíðin ber í skauti sér innan allra greina rannsókna. 

Opnað hefur verið á skráningu þátttakenda og sýnenda og er frestur til 26. ágúst að senda inn fyrstu skráningu. SKRÁNING HÉR.

Vísindavakan er lifandi og skemmtilegur viðburður, þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindafólk og kynnast viðfangsefnum þess. Vísindavakan er evrópskt verkefni og er styrkt af Marie-Sklodowska Curie áætluninni, sem er hluti af Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. 

Nánari upplýsingar má finna hér.