Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur á Íslandi. Verkefnið er svar við vaxandi þörf í íslenskum landbúnaði fyrir fjölbreyttari atvinnumöguleika og aukna verðmætasköpun í dreifbýli.
Sniglar – verðmæt og fjölbreytt afurð
Sniglar hafa reynst arðbær atvinnugrein víða í Evrópu, þar sem þeir eru eftirsóttir sem lúxusmatvara. Auk þess bjóða þeir upp á fjölbreytta möguleika til nýtingar; afurðir úr sniglum geta nýst sem hágæða próteinfóður fyrir fiskeldi, slím þeirra er eftirsótt innihaldsefni í snyrtivörur og skeljar þeirra má mala og nýta í áburð. Sniglarækt hefur ekki verið stunduð hér á landi, þó að aðstæður séu í raun mjög hentugar miðað við þær auðlindir sem við búum yfir. Sniglar kjósa stöðugt, hóflegt hitastig og raka en lítið ljós. Sérstaklega er horft til möguleikans á að nýta hjárennslisvatn úr hitaveitum í dreifbýli til að skapa þeim hentugt vaxtarumhverfi.
Fræðsluviðburðir í október
Fyrsti hluti verkefnisins felur í sér opna fræðsluviðburði á Norðurlandi, þar sem sérfræðingurinn og sniglabóndinn Peter Monaghan frá írsku sniglaræktinni Inis Escargot og Sigurður Líndal Þórisson hjá Eimi, kynna aðferðir og tækni sem henta íslenskum aðstæðum, en sérstaða Íslands í orku- og umhverfismálum skapar einstaka möguleika til að þróa vörur sem falla vel að kröfum nútíma neytenda.
Á fundunum verður meðal annars farið yfir:
Viðburðirnir eru sérstaklega ætlaðir bændum, frumkvöðlum og öllum þeim sem hafa áhuga á sjálfbærri nýsköpun í landbúnaði.
Fræðsluviðburðir um sniglarækt verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
Boðið verður upp á léttar veitingar á viðburðunum og er þátttaka ókeypis.
Smelltu hér til að skrá þig
Hagnýtt námskeið í sniglarækt á Írlandi – vorið 2026
Að loknum fræðsluviðburðum geta þátttakendur sótt um að taka þátt í hagnýtu námskeiði í sniglarækt á Írlandi. Vorið 2026 fá sex aðilar tækifæri til að taka þátt í þessari vikulöngu ferð, sem er einstakt tækifæri til að kynnast greininni í reynd.
Á námskeiðinu munu þátttakendur fá innsýn í alla þætti sniglaræktar – frá uppbyggingu og rekstri sniglabúa til markaðsmála og afurðasölu. Þannig öðlast þeir bæði djúpa og raunhæfa reynslu sem getur lagt grunn að eigin ræktun á Íslandi.
Hefur þú áhuga á að vita meira? Hafðu samband við Sigurð Líndal á netfangið s.lindal@eimur.is
Verkefnið er styrkt af Lóu - nýsköpunarsjóð.
Frétt á vef Eims: https://www.eimur.is/vilt-u-frast-um-sniglarkt-frsluviburir-a-norurlandi-i-oktober
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550