Viðskiptaáætlun á mannamáli – Fræðsluhádegi 6. maí

Á Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna þann 6. maí stóð SSNV fyrir fræðsluerindinu Viðskiptaáætlun á mannamáli, í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar. Þar var farið yfir hvernig hægt er að nálgast gerð viðskiptaáætlunar á einfaldan og aðgengilegan hátt – og hvernig slík áætlun getur orðið öflugt tæki til að segja sögu verkefnisins.

Fyrirlesturinn hentaði bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í nýsköpun og þeim sem vilja skerpa framsetningu sína og vinna markvissar að þróun hugmynda. Farið var yfir helstu þætti viðskiptaáætlana, hvað skiptir máli og hvernig hægt er að nýta ýmis verkfæri til að koma hugmyndum í framkvæmd.

Leiðbeinandi var Magnús Barðdal, sem býr yfir víðtækri reynslu úr fjármálageiranum og sjálfur hefur rekið eigin fyrirtæki þar sem vandaðar viðskiptaáætlanir skipta sköpum. Hann deildi hagnýtum ráðum og dýrmætri innsýn í hvernig góð viðskiptaáætlun verður til – á mannamáli.

Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna eru haldin fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og eru öllum opin og að kostnaðarlausu. Þar er boðið upp á fjölbreytta og hagnýta fræðslu fyrir frumkvöðla og aðra áhugasama um nýsköpun um allt land.

Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér https://www.youtube.com/watch?v=77kKAgM9IAo