Í fyrsta skipti verður sérstakt kall Norðurslóðaáætlunarinnar helgað ungu fólki árið 2026.
Markmiðið er að sníða það að þörfum og forgangsmálum ungmenna og þeirra sem starfa með þeim. Nú er leitað eftir sjónarmiðum ungs fólks og þeirra sem vinna með ungu fólki með stuttri könnun þar sem þátttakendur geta haft áhrif á val á þemum, umfang verkefna og stuðningsform.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir ungt fólk og samtök þess til að hafa áhrif á framtíðarverkefni og fjármögnun í þágu tengslamyndunar og alþjóðasamstarfs.
Nánar um þetta í frétt Byggðastofnunar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550