Umsögn um byggðaáætlun

Stjórn SSNV hefur veitt umsögn um þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál. Í áætluninni er sett fram framtíðarsýn ásamt markmiðum og aðgerðum sem miða að eflingu hinna dreifðari byggða.

 

Stjórn SSNV leggur höfuðáherslu á að fjármögnun áætlunarinnar sé tryggð og þá helst aukin framlög til sóknaráætlana og atvinnuráðgjafar. Jafnframt er gerð athugasemd við að í áætluninni er ekki inni aðgerð er lýtur að eflingu vísinda- og rannsóknarstarfsemi auk lítillar áherslu á landbúnað.

 

Umsögnina er að finna hér.