Svæðisáætlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 tekur gildi

SSNV, SSNE og sveitarfélögin á Norðurlandi hafa unnið að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 síðan í upphafi árs 2022. Nú hafa öll sveitarfélög á svæðinu staðfest svæðisáætlunina. Með staðfestingu sveitarfélaganna hefur svæðisáætlunin tekið gildi og hefst nú vinna við að mæta þeim markmiðum sem lögð eru fram í áætluninni.

Sveitarfélögin sem um ræðir eru Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, og Langanesbyggð. Tjörneshreppur sem ekki er aðili að landshlutasamtökunum hefur einnig verið þátttakandi í verkefninu.

Drög að svæðisáætlun voru kynnt fyrir öllum sveitarstjórnum seinni hluta árs 2022, áður en þau voru auglýst og lögð fram til almennrar kynningar.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að kynna sér svæðisáætlunina hér.

Stöðugreiningu á úrgangsmálum sem var gerð vorið 2022 þegar vinnan fór af stað má skoða hér.