Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2024

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í september eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2024, með umsóknarfresti til 1. nóvember. Alls bárust 103 umsóknir þar sem óskað var eftir 221 milljón króna, en til úthlutunar úr sjóðnum fyrir 2024 voru rúmar 79 milljónir króna.

Við tók yfirferð úthlutunarnefndar og fagráða sjóðsins og lauk því ferli 5. desember síðastliðinn, þegar niðurstöður voru sendar til umsækjenda.

Alls fengu 73 umsóknir brautargengi samtals að upphæð 79 millj. kr. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fékk 21 umsókn styrk samtals að upphæð 40 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 52 umsóknir með 38,5 millj. kr.

 

Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024.

Hér má nálgast stutta greinargerð um styrkhafa Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2024.