Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í september eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2023, með umsóknarfresti til 1. nóvember. Alls bárust 98 umsóknir þar sem óskað var eftir 180 milljónum króna, en til úthlutunar úr sjóðnum fyrir 2023 er rúm 81 milljón króna.

Við tók yfirferð úthlutunarnefndar og fagráða sjóðsins og lauk því ferli þann 1. desember síðastliðinn, þegar niðurstöður voru sendar til umsækjenda.

Alls fengu 77 umsóknir brautargengi samtals að upphæð 81 millj. kr. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fékk 31 umsókn styrk samtals að upphæð 40 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 46 umsóknir með 41 millj. kr.

Ráðgert er að haldin verði úthlutunarhátíð í janúar 2023 og munu styrkhafar fá boð þegar nær dregur.

Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024.

Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023 eru hér að neðan (í stafrófsröð).