Stuðningur við Textíl Lab á Blönduósi

Á myndinni má sjá  Unni Valborgu Hilmarsdóttur framkvæmdstjóra SSNV og Elsu Arnardóttur framkvæmdast…
Á myndinni má sjá Unni Valborgu Hilmarsdóttur framkvæmdstjóra SSNV og Elsu Arnardóttur framkvæmdastjóra Textílmiðstöðvar undirrita samning um stuðninginn. Í bakgrunni er mynd af gamla kvennaskólanum á Blönduósi sem Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona, óf í safræna vefstólnum.

Skrifað hefur verið undir samning um stuðning við rekstur Textíl Labs á Blönduósi. Er stuðningurinn áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og nemur 2 millj. á árinu 2022 og 2 millj. á árinu 2023. Í Textíl labinu er vandaður tækjabúnaður til stafrænnar vinnslu á textíl, svo sem stafrænn vefstóll, stafræn prjónavél, stafræn útsaumsvél, laserskeri, vinyl prentari og skeri.  

 

Textíl labið opnaði á síðasta ári. Það er opið öllum og ekki þarf sérstaka reynslu eða fullkláraða verkefnahugmynd til að nýta sér aðstöðina. TextílLab hentar því handavinnufólki, völundum, fræðimönnum, listamönnum, nemendum eða bara öllum sem hafa áhuga á að þróa verkefni eða vöru, gera tilraunir með efni. TextílLab er fyrst og fremst hugsað sem rými fyrir þróun hugmynda eða frumgerða. Á miðvikudögum kl. 13-20 er opinn dagur í Textíl Labinu og öllum velkomið að kíkja við. Einnig er hægt að hafa samband við Margréti umsjónarmann, margret.katrin@textilmidstod.is til að skipuleggja heimsókn, t.d. fyrir hópa. Nánari upplýsingar um Textíl Lab má finna á heimasíðu Textílmiðstöðar Íslands.