Starfsfólk SSNV nýtir aðferðir úr evrópuverkefninu Target Circular

 Starfsfólk SSNV hefur tekið upp nýjar aðferðir úr evrópuverkefninu Target Circular til að styðja við frumkvöðla á svæðinu. Aðferðin sem um ræðir hefur verið notuð með góðum árangri í Evrópu og snýr að því að bæta árangur frumkvöðla með því að breyta nálgun sinni á núverandi vinnubrögð.

Aðferðin sem unnið er með í verkefninu Target Circular hefur sýnt fram á að hún auðveldi frumkvöðlum við ákvarðanatöku og að meta virði verkefna sinna, fara í markvissara ferli gagnvart viðskiptavinum sínum og að auka tekjur sínar. Ferlið gefur frumkvöðlum meiri hæfni til að koma auga á vænlegustu viðskiptatækifærin og útiloka hugmyndir sem ekki eru líklegar til að skila hagnaði snemma í ferlinu, en það sparar bæði tíma og fjármagn.

„Við erum spennt fyrir þessum nýju aðferðum sem Target Circular verkefnið býður upp á. Með þeim getum við stutt betur við frumkvöðla á svæðinu og aukið líkur þeirra á árangri,“ segir verkefnastjóri SSNV.

SSNV mun halda áfram að innleiða þessar aðferðir og hvetja frumkvöðla til að nýta sér þessa nýju nálgun til að bæta viðskiptahugmyndir sínar og auka árangur. Þetta markar mikilvægt skref í átt að öflugra og sjálfbærara viðskiptalífi á Norðurlandi vestra.

Frekari upplýsingar um aðferðina og verkefnið veitir Sveinbjörg Rut Pétursdóttir - sveinbjorg@ssnv.is.

 

Verkefnið er fjármagnað af Interreg Northern Periphery and Arctic.