Staf­ræna teymi Sam­bands­ins með kynn­ing­ar­fund á Norð­ur­landi vestra

Stafræna teymi Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir kynningarfundum með sveitarfélögum í öllum landshlutum á næstu mánuðum. Á þessum fundum verður farið yfir helstu mál tengd stafrænni vegferð og stefnumörkun sveitarfélaga á því sviði.

Enn fremur býður Stafræna teymið hverju og einu sveitarfélagi upp á vinnustofu þar sem unnið er markvisst að mótun aðgerðaáætlunar í stafrænum málum. Útkoman verður hagnýt og raunhæf 6–12 mánaða áætlun sem tekur mið af forgangsmálum hvers sveitarfélags. Stafræna teymið mun aðstoða ykkur við að fylgja áætluninni eftir með ráðgjöf, upplýsingum og utanumhaldi.

 

Fyrsti landshlutinn sem stafræna teymið heimsækir er Norðurland vestra.

Dagsetning: 25. september 2025.

Staðsetning: Skagafjörður.

Kl: 9:00.

Skráning hér.

Nánar um þetta á síðu sambandsins: Stafræna teymi Sambandsins með kynningarfund á Norðurlandi vestra | Samband íslenskra sveitarfélaga