Úthlutun Matvælasjóðs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 566,6 milljónum króna úr Matvælasjóði til 64 verkefna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóði. Alls bárust 14% styrkja á Norðurland vestra.

Meðal verkefna á Norðurlandi vestra sem hlutu styrk eru:

  • Þróun og markaðssetning gæsaafurða beint frá býli.
  • Aðlögun framleiðsluferils jurtamjólkur að markaðsþörfum.
  • Tilraunir og vöruþróun með innmat úr lömbum.
  • Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum.
  • Handverksostar úr geita- og sauðamjólk, vöruþróun og markaðssetning.
  • Sjálfbærar Omega-3 fitusýrur úr grásleppuhvelju.

Auk þessara styrkja voru aðilar á Norðurlandi vestra með í fjölda umsóknum sem hlutu styrki. Nánari um úthlutnina er að finna á vef ráðuneytisins.   

Við hvetjum alla sem fengu ekki styrk að þessu sinni til að vinna áfram í sínum hugmyndum enda stutt í næstu úthlutun, sem verður á vormánuðum 2022.