Sóknarfæri í ræktun – erindi um „No dig/No till“ aðferð

Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson stunda öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ þar sem náttúran sér sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig.

Þessi árangursríka aðferð nýtist í allskonar ræktun grænmetis fyrir heimili, veitingahús eða til framleiðslu fyrir sölu á markaði. Sé athygli beint að hvítlauknum má benda á að alls eru um 200 tonn af honum flutt hingað til lands ár hvert. Felast því augljós tækifæri í að auka ræktun hans. Hann gæti hæglega orðið sjálfbær afurð fyrir heimili og veitingahús.

 

Þórunn og Haraldur hafa kynnt sér aðferðafræði „No dig/No till“ bæði í orði og á borði og vilja nú deila reynslu sinni með áhugasömum.

Þau verða í Víðihlíð, Húnaþingi vestra mánudaginn 1. júlí 2024 kl. 16:00

Enginn aðgangseyrir er á námskeið þeirra. Áhugasamir eru hins vegar beðnir um að skrá sig í netfang hlediss@gmail.com og tilgreina hvaða námskeiðsstað af þremur sem eru í boði þeir velja, eða skrá sig á viðkomandi viðburð á facebook.

Boðið er upp á kaffi og með því.

 

Í mars kom út skýrslan Leiðir að byggðafestu eftir Hlédísi Sveindóttur og Björn Bjarnason sem unnin var í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Aðdraganda skýrslunnar má rekja til fundar landshlutasamtakanna þriggja og þingmanna kjördæmisins um stöðu sauðfjárræktar í landinu. Byggðastofnun hafði þá í skýrslu um málefnið dregið upp afar dökka mynd af stöðu og framtíðarhorfum sauðfjárræktar á Íslandi. Þar var það jafnframt metið svo að verst kæmi þetta niður á Dalabyggð, Reykhólahreppi, Húnaþingi vestra og Ströndum.

 

Landshlutasamtökin þrjú fengu styrk úr C1 lið Byggðaáætlunar til að  hvetja til verðmæta- og nýsköpunar á þessum landsvæðum. Þetta námskeið í No dig/No till aðferðinni er einn af mörgum liðum í þeirri vinnu. Við hvetjum þess vegna öll áhugasöm til þess að skrá sig og kynna sér aðferðafræðina frá fólki sem hefur reynslu og þekkingu á henni.

 

 

Námskeiðsstaðir:

Sælukotið Árblik, Dalabyggð 30. júní kl. 13:00

Sauðfjársetur á Ströndum, Strandabyggð 30. júní kl. 18:00

Víðihlíð, Húnaþing vestra 1. júlí kl. 16:00