Skýrsla Byggðastofnunar um vinnu- og skólasóknarsvæði

Út er komin skýrslan Vinnu- og skólasóknarsvæði og almenningssamgöngur sem unnin var af Byggðastofnun fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í skýrslunni er að finna áhugaverðar upplýsingar um stöðu þessara mála um land allt.

 

Ef litið er til Norðurlands vestra má sjá að þar er hæsta hlutfall nemenda sem sækja skóla í meira en 30 km. fjarlægð frá heimili sínu, eða 8,5%. Jafnframt kemur þar fram að heildar skólaakstur dag hvern er næst mestur á Norðurlandi vestra á eftir Suðurlandi eða 1043 km önnur leið. Af þeirri vegalengd eru 285 km á malarvegum sem er það mesta á skólaakstursleiðum á landinu öllu. Jafnframt eru í landshlutanum flestar einbreiðar brýr á þessum mikilvægu leiðum, eða 49. Það ver því verk að vinna í landshlutanum í samgöngumálum með tilliti til skólaaksturs eins og ítrekað hefur verið bent á, m.a. í umsögnum SSNV um samgönguáætlanir sem og í gildandi samgönguáætlun landshutans sem út kom árið 2019. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun áætlunarinnar og mun skýrsla Byggðastofnunar koma að góðum notum við þá vinnu.

 

Í skýrslunni er einnig fjallað um almenningssamgöngur í landshlutanum og bent á mikilvægi þess að koma upp ferðum á milli þéttbýlisstaða í landshlutanum svo sækja megi vinnu á milli svæða sem og að byggja þurfi upp stæði fyrir almenningsvagna í landshlutanum öllum. Nýverið var gerð fýsileikakönnun á almenningssamgöngum í landshlutanum fyrir SSNV þar sem fram kemur brýn þörf á nokkrum leiðum innan landshlutans. Sjá hér.

 

Skýrsla Byggðastofnunar er aðgengileg hér.