Skráning í Vatnsdalshólahlaupin er hafin

Vatnsdalshólahlaupin fara fram helgina 16.- 18. ágúst í Húnabyggð. Skráning er hafin hér.

 

Boðið er upp á hlaup í tveimur vegalengdum og í báðum hlaupum er tímamæling.

 

Gljúfurárhlaup - 25 km og heildarhækkun 298 m

Ranhólahlaup - 11 km og heildarhækkun 107 m

 

Einnig verður boðið upp á æfingabraut í rathlaupi en stefnt er að því að halda keppni í rathlaupi í ágúst 2025. Í boði verða þrjár mismunandi brautir:

  • 1-2 km létt leið
  • 2-3 km miðlungs erfið
  • 4-5 km rúmlega miðlungs eða erfið

 

Krakkahlaup verður einnig í boði, skemmtiskokk fyrir þau allra yngstu.

 

Við hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig!