Samtal við forsætisráðherra um sjálfbært Ísland

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Kynnt verða drög að grænbók sem er fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.
Öll eru velkomin. Gott aðgengi fyrir hjólastóla er á öllum fundarstöðunum. Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni og mun forsætisráðherra taka þátt í umræðuhópunum

Skráning á fundi fer fram hér 

Því miður verður ekki haldinn staðfundur á Norðurlandi vestra en við hvetjum íbúa til að skrá sig á netfund eða á aðra staðbundna fundi sem henta.