Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta fyrir árið 2022

Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m. kr.

Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna. Styrkir geta numið 33% af áætluðum stofnkostnaði.

Verkefnastyrkir

1. Bætt orkunýting: Búnaður sem minnkar raforkunotkun til beinnar hitunar í rafkyntum varmaveitum og/eða minnkar olíunotkun.

2. Minnkun olíunotkunar í iðnaði: Búnaður sem nýtir vistvæna orku í stað olíu.

3. Raf- og lífeldsneyti og metan: Bættir innviðir (t.d. dreifing, t.d.í tæki), hvort heldur sem orkugjafi eða til frekari framleiðslu.

4. Hleðslustöðvar fyrir samgöngur: Uppsetning hleðslu- eða áfyllingarstöðva til þéttingar nets hleðslustöðva við vegakerfið sem og gististaði, frístundasvæði (t.d. íþróttahús, sundlaugar), verslanir og fjölsótta ferðamannastaði. Ef um hraðhleðslustöðvar er að ræða (150 kW og stærri) getur kostnaður við sérlausnir verið innifalinn (t.d. rafhlöður, sólarsellur, vindrellur).

5. Orkuskipti í haftengdri starfsemi: Aðgerðir sem nýta vistvæna orku í haftengdri starfsemi og siglingu til og frá höfn.

 

Umsóknafrestur er til 7. maí 2022.

Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is

 

Styrkflokkar eru í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Íslands um að styðja við orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt, þ.m.t. í þungaflutningum, ferjum og höfnum og net hleðslustöðva í dreifðum byggðum og í ferðaþjónustu.

 

Umsóknir sendist í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar

Sjá nánar lög um Orkusjóð nr. 76/2020

Um Orkusjóð - hlutverk og skipulag.