Opnað fyrir tilnefningar í norrænu matvælaverðlaunin Emblu 2021

Kallað er eftir tilnefningum fyrir Norrænu matvælaverðlaunin Emblu 2021 sem haldin verða í þriðja sinn í Osló á næsta ári. Í mars verður norrænum mat fagnað með verðlaunaafhendingu í Osló. Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar í sjö flokkum. Allir geta tilnefnt sjálfa sig, samstarfsmann eða þá sem eru til fyrirmyndar í matvælageiranum.

Á emblafoodaward.com getur þú nú tilnefnt aðila í eftirfarandi flokkum:

  • Norrænn matvælaframleiðandi
  • Frumkvöðull í norrænni matargerð
  • Handverksmaður í norrænni matargerð
  • Boðberi norrænar matargerðar
  • Norrænn matur fyrir marga
  • Áfangastaður í norrænni matargerð
  • Norrænn matur fyrir börn og ungmenni

Mismunandi viðmið verða notuð við mat á þeim sem tilnefndir verða, eins og sjálfbærni, frumleiki, heiðarleiki og norrænt. Opið er fyrir tilnefningar á heimasíðunni í október. Dómnefnd í hverju landi fyrir sig mun velja keppendur í hverjum flokki frá sínu eigin landi. Þeir sem verða fyrir valinu verða kynntir um miðjan desember.

Norrænu matvælaverðlaunin Embla voru stofnuð af norrænu Bændasamtökunum og eru styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Verðlaunin eru hluti af Nýju norrænu matvælaáætluninni. Að þessu sinni eru verðlaunin haldin í þriðja sinn og fara fram í Osló þann 11. mars 2022.