Nýtt samstarfsverkefni í startholunum hjá SSNV

SSNV fékk í liðinni viku tilkynningu um að forverkefni sem samtökin eru þátttakendur að hafi hlotið brautargengi.

Verkefnið ber vinnuheitið BRAIN og stendur fyrir Building Resilient And Innovative Networks among rural communities. Það er Údarás na Gaeltachta á Írlandi sem leiðir verkefnið.

Verkefnið snýr að því að framkvæma fýsileikakönnun fyrir tengslanet stafrænna miðstöðva og stuðningsþjónustu, til að gera samfélögum og fyrirtækjum kleift að njóta góðs af stafrænni tækni og forritum sem takast á við loftslagsbreytingar. Forritin beinast að þeim sem einblýna á grænt viðskiptamódel og hringrásarhagkerfið. Markmiðið er að örva staðbundið stafrænt framboð sem miðlað er á milli landa. Fjölþjóðlegur vinkill er ómissandi með tilliti til umfangs, sérþekkingar og notkunarsviðs.

Verkefnið er svokallað brúarverkefni en það er ætlað sem 6 mánaða undirbúningsverkefni fyrir aðalverkefni sem sótt verður um fjármögnun fyrir í áætluninni fyrir 2021-2027. Við hjá SSNV erum spennt og hlökkum til að takast á við nýtt evrópuverkefni.

 

Hérna er hægt að nálgast upplýsingar um önnur brúarverkefni sem hlutu brautargengi í sömu úthlutun.