Nýr starfsmaður Markaðsstofu Norðurlands með starfstöð á Sauðárkróki

Mynd fengin af heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.
Mynd fengin af heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.

Auður Ingólfsdóttir hefur hafið störf hjá Markaðsstofu Norðurlands, en hún var ráðin í starf verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar. 

Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðis sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðili ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu. Áfangastaðaáætlun tekur á skipulagi, þróun og markaðssetningu svæðis auk þess sem að skilgreindar eru þær leiðir sem fyrirhugað er að fara við stýringu á hinum ýmsu ferlum sem ráða þróun atvinnugreinarinnar innan svæðisins: uppbyggingu, efnahagslegu vægi, þjónustuþáttum o.s.frv.

Hér má finna áfangastaðaáætlun Norðurlands fyrir 2020-2023.

Auður kemur til með að sinna öllu Norðurlandi en í samstarfi við SSNV og SSNE var ákveðið að auglýsa eftir starfsmanni sem hefði starfsstöð á svæði SSNV.

Við hjá SSNV bjóðum Auði hjartanlega velkomna á skrifstofuna hjá okkur og sjáum tækifæri í því að styrkja tengsl svæðanna með þessari ráðningu.