Nýr hlaðvarpsþáttur kominn í loftið

Nýr þáttur í hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn í loftið. Viðmælandinn að þessu sinni er Edda Brynleifsdóttir sem á og rekur verslunina Hitt og þetta á Blönduósi. Hún segir okkur frá versluninni, viðskiptavinum hennar, staðsetningunni og hvað henni líkar best við að búa á Blönduósi og á Norðurlandi vestra. Stutt en áhugavert spjall við konu sem lætur fátt stoppa sig.

 

Árið 2019 var farið af stað með hlaðvarpsþættina Fólkið á Norðurlandi vestra. Þá voru framleiddir um 30 þættir sem vöktu mikla athygli og fengu góða hlustun. Við höfum nú endurvakið hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti reglulega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti. 

Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV. Þættirnir eru stuttir og tilvaldir með húsverkunum, garðslættinum eða á bíltúrum