NOS-HS auglýsir styrki til rannsóknaverkefna í hug- og félagsvísindum með yngra vísindafólk í huga

Styrkir til rannsóknaverkefna eru nýjung hjá NOS-HS. Ætlunin er að styrkja norrænt rannsóknarumhverfi og veita yngra vísindafólki tækifæri til að byggja um norrænt tengslanet. Umsóknarfrestur 15. nóvember nk.

Kannanir sína að yngra vísindafólk í hug- og félagsvísindum er undir miklu álagi; jafnframt er erfiðleikum háð að byggja upp rannsóknaferil. Meðal áskorana eru skortur á styrkjum, aukið framboð tímabundinna rannsóknastaðna og sífellt færri akademískar stöður til frambúðar. Þess vegna vill NOS-HS veita fé til rannsóknaverkefna með yngra vísindafólk í huga, þ.e. með 2-7 ára reynslu frá doktorsútskrift (eða sambærilegu).

Auglýsing um umsóknir og tímasetningar

  • Auglýsing NOS-HS eftir umsóknum er nú aðgengileg.
  • Skilafrestur er 15. nóvember 2022, kl. 12 að íslenskum tíma.
  • Niðurstaða er áætluð í júní 2023.
  • Verkefni hefja göngu sína seinni hluta árs 2023.

Styrkupphæð og þátttökuskilyrði
Hámarksstyrkur fyrir eitt verkefni er um 114 milljónir króna (8 m. norskra kr.). Verkefni geta verið til allt að þriggja ára. Heildar umfang styrkjanna verður um 640 milljónir króna (45 m. norskra kr.); ætlunin er að  styrkja 5 til 7 rannsóknaverkefni.
Til að umsókn teljist gild, verður hún m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Rannsóknastofnanir frá a.m.k. fjórum Norðurlandanna verða að taka þátt. Norðurlöndin er skilgreind sem: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Færeyjar, Grænland og Áland.
  • Rannsóknaverkefnið skal hýsa hjá rannsóknastofnun í einhverju Norðurlandanna (rannsóknastofnun er lögaðili, opinber eða einkarekinn, sem hefur það aðalmarkmið að stunda rannsóknir, og greiðir ekki arð af starfsemi sinni).
  • Verkefnisstjóri verður að vera vísindamaður með 2-7 ára reynslu frá doktorsútskrift (eða sambærilegu) og ráðinn hjá viðkomandi rannsóknastofnun á meðan á verkefninu stendur.
  • Sjá nánar um skilyrði í auglýsingu NOS-HS.

Nánari upplýsingar


Um NOS-HS
NOS-HS er samstarfsvettvangur fjármögnunaraðila rannsókna í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, á sviði hug- og félagsvísinda.