Námskeið í Fab Lab fyrir fólk með íslensku sem annað tungumál

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra frá árinu 2020 hefur falist í því að vera einn af bakhjörlum „FABLAB“ -smiðjunnar á Sauðárkróki, sem þjónar frumkvöðlum og handverksfólki Norðurlandi vestra auk nemenda FNV og grunnskólana á svæðinu.

Á næstunni mun FABLAB brydda upp á þeirri nýjung að bjóða upp á námskeið á ensku, sem er einkum beint að íbúum svæðisins með Íslensku sem annað tungumál.  Öll vitum við að í þessum hópi býr sköpunarfærni, sem í réttum aðstæðum getur og þarf að fá að brjótast út og nýtast þeim og samfélaginu. Þessu framtaki ber því að fagna og hvetjum við alla til þess að láta þetta berast sem víðast.    

Skráning og nánari upplýsingar eru hér