Aukið samstarf um rannsóknir, nýsköpun og þróun í textíl á Íslandi

Textílmiðstöð Íslands vinnur að mótun Textílklasa í samstarfi við SSNV. Með klasasamstarfinu verður skapað vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Góðu klasasamstarfi fylgir  ákveðinn kraftur sem hraðar ferlum og þróun sem annars tæki lengri tíma að ná fram.

Textílmiðstöðin hefur það meginmarkmið vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl.  Fyrsta stafræna textílsmiðjan var opnuð á síðasta ári sem er nauðsynleg stoð fyrir aðila í textíliðnaði. Textílmiðstöðin er þátttakandi í ýmsum samstarfsverkefni á borð við Horizon2020 í verkefninu CENTRINNO og lausnamótið Ullarþon. 

 

Textílklasi er formlegt samstarf sem fylgir ákveðnu utanumhaldi þar sem eftirfarandi forsendur þurfa að vera til staðar.

  • Nægilega stór hópur hagaðila sem er tilbúin að vinna saman að ákveðnum verkefnum.

  • Markmið samstarfssins þurfa að vera og skýr og sá árangur sem stefnt er að í sameiningu sem er þá stærri og meiri en hver og einn gerir í sínu horni. 

  • Fjármögnun vettvangsins

  • Rekstrarform sem getur bæði verið hagnaðardrifið eða ekki; það þarf að að vera ákveðið tekjumódel sem drífur klasa framtakið áfram 

  • Það þarf að vera ávinningur fyrir þá klasaaðila sem ákveða að mynda vettvanginn. Það virði getur komið í gegnum aukna þekkingu, meiri hæfni, sterkara tengslanet, aukna möguleika á fjárfestingu og aukna hæfni til að stunda nýsköpun hvort sem það er innan starfandi fyrirtækja eða með því að fjárfesta í nýjum verkefnum eða fyrirtækjum. 


Boðað er til opins fundar um mótun samstarfs um Textílklasa þann 27. janúar  kl. 13:00-16:00 og fer hann fram á netinu. Skráningarform er að finna hér. 

Verkefnið er  styrkt af Lóu - nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni.