Kynningarfundur - söfn og samstarfsmöguleikar

Í dag var haldinn rafrænn kynningarfundur þar sem skýrsla um samstarf og sóknarfæri safna á Norðurlandi vestra var kynnt starfsfólki safna, setra og sýninga á svæðinu. Þeir Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum unnu skýrsluna að undirlagi SSNV og í samræmi við tillögu í Byggðaáætlun 2018-2024. Jón kynnti skýrsluna á fundinum og Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, flutti erindi. Fundurinn var vel sóttur og nú mun safnafólkið skoða hvaða stefna verður tekin í framhaldinu. Skýrsluna má lesa hér.

Í henni er áhersla lögð á söfn í eigu sveitarfélaganna, minjasöfn, skjalasöfn og bókasöfn, en einnig er fjallað um söfn, setur og sýningar sem eru sjálfseignarstofnanir, reknar af félögum eða í einkaeigu. Rætt er um samstarf milli líkra og ólíkra aðila, tækifæri og möguleika.