Í fréttum er þetta helst - júní 2022

Við höfum tekið saman það helsta sem var á döfinni hjá SSNV í júnímánuði, en eins og endranær voru verkefni starfsfólks mörg og fjölbreytt, hefðbundnum störfum var sinnt að vanda, t.d. þeim sem tengjast Sóknaráætlun og atvinnuráðgjöf, aðstoð við umsóknagerð, áætlanir, markaðssetningu og skýrsluskil, auk þess sem við nutum ýmissa viðburða í landshlutanum eins og aðrir íbúar.

Við minnum á þjónustu atvinnuráðgjafa okkar sem stendur íbúum og fyrirtækjum í landshlutanum til boða – að kostnaðarlausu!