Hlaðvarpið Fólkið á Norðurlandi vestra - Sigurður Hauksson

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Sigurður Hauksson, forstöðumaður skíðasvæði Tindastóls. Sigurður hefur undanfarin ár búið í Bandaríkjunum en er nú búsettur í Skagafirði. Hann er stórhuga varðandi skíðasvæðið og stefnir að því að breyta svæðinu í heilsársstarfsemi með spennandi hjólabrautum. 

Árið 2019 var farið af stað með hlaðvarpsþættina Fólkið á Norðurlandi vestra. Framleiddir voru um 30 þættir sem vöktu mikla athygli og fengu góða hlustun. Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti reglulega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti. 

Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV.