Hjólað í myrkrið

Eins og mörgum er kunnugt um tekur SSNV þessar vikurnar þátt í tveimur s.k. brúarverkefnum, þar sem nokkrir norður-evrópskir samstarfsaðilar vinna saman að umsókn í sjóð Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins. Bæði tengjast þessi verkefni ferðaþjónustu og ef að umsóknirnar fá brautargengi, er hér á ferðinni gullið tækifæri í þróun áfangstaðarins Norðurlands vestra. Annað verkefnið (SUB) er tileinkað hjólaferðamennsku í dreifðum byggðum Norðurslóða, en síaukinn áhugi fólks og ferðalanga á að innvikla þetta tómstundagaman sitt í orlofsferðir sínar fara sífellt vaxandi og hinar ýmsu tegundir hjólreiða undir þegar kemur að því. Í hinu verkefninu (GLOW) snýst hins vegar allt um ferðamennsku sem tengist myrkrinu og þeim ævintýrum og náttúruundrum, sem því geta tengst.

Hluti af því, sem við erum nú að fást við er að kanna áhugan á okkar svæði á meðal hagaðila, sem hafa annað hvort tengsl við umgjörðina eða stóru myndina svo að segja og hinsvegar smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem kynnu að hafa áhuga á að vinna að sinni vöruþróun á öðru hvoru þessara sviða í slíku verkefni og njóta þar með góðs af upplýsingum og samstarfsmöguleikum, sem þar yrðu á takteinum.

Því langar okkur nú að óska eftir því að ferðaþjónustuaðilar og aðrir þeir, sem telja sig geta haft hag af því að tengjast ofansgreindum verkefnum í gegnum okkur og væru jafnvel reiðubúnir að mæta á smá vinnustofu með okkur á allra næstu dögum, að setja sig í samband við okkur:

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir  sími 866 5390  sveinbjorg@ssnv.is

Davíð Jóhannsson sími  842 2080     david@ssnv.is