Hetjur hafsins - sjómannadagur á Skagaströnd

Kennsla við opnun á nýjum frisbígolfvelli á Skagaströnd í gær, fimmtudaginn 9. júní 2022.
Kennsla við opnun á nýjum frisbígolfvelli á Skagaströnd í gær, fimmtudaginn 9. júní 2022.

Skagstrendingar hófu hátíðina Hetjur hafsins í gær, en hátíðin sem er haldin í tilefni af sjómannadeginum hefur farið stækkandi undanfarin ár og er dagskráin í ár sú glæsilegasta til þessa. Meðal dagskrárliða eru dorgveiðikeppni, froðurennibraut, ljósmyndakeppni, útsýnissigling um Húnaflóa, rúnaleturskennsla fyrir börn, skrúðganga og ball með Stjórninni í félagsheimilinu Fellsborg, svo örfáir séu nefndir.

Skagstrendingar bjóða alla velkomna, dagskrána má sjá á heimasíðu hátíðarinnar, www.hetjurhafsins.is, en Facebook- og Instagramsíður hátíðarinnar eru líka virkar. Hátíðin hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands vestra fyrir árið 2022.