Kynning á niðurstöðum könnunar meðal heimafólks á Melrakkasléttu og Vatnsnesi sumar og haust 2024. Könnunin beindist að heimafólki á völdum svæðum á Norðurstrandarleið - The Arctic Coast Way. Góð þátttaka var í könnuninni og niðurstöður hennar verða kynntar á opnum fundi.
Staður: Selasetur Íslands, Hvammstanga
Stund: 12. febrúar kl. 16:30 -18:00
Fundurinn hefst á léttu kaffispjalli fyrir kynningu og enda á opnum umræðum um ferðaþjónustu í héraði. Könnunin var unnin af Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við SSNE og SSNV með styrk úr Byggðarannsóknasjóði. Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á RMF og verkefnisstjóri könnunar mun kynna niðurstöður ásamt Davíð Jóhannssyni fulltrúa SSNV
Ferðaþjónustuaðilar og aðrir áhugasamir um ferðamál á heimasvæði eru sérstaklega hvattir til að mæta.