Hefur þú lagt Norðurland vestra undir fót í sumar?

Þó veðrið í sumar teljist kannski ekki hafa verið upp á það allra besta, koma jú alltaf dagar inn í milli,  sem eru meira aðlaðandi  í útivist. En fólk hefur jú alltaf úr betri og betri búnaði að velja og það er er fátt skelfilegra en lítið notað Goretex, sem æpir á mann úr fatahenginu. Möguleikarnir fyrir hressandi gönguferðir  eru nær en fólk heldur og áfangastaðir eins og Bolabás, Bergárfoss eða Hegranesviti eru aðeins nokkrir af þeim rúmlega níutíu gönguleiðum, sem á síðustu tveimur árum hafa verið hnittsettar og gerðar aðgengilegar í rafrænu formi, first um sinn í WIKILOC  kerfinu. 

Við tökum gjarna á móti ábendingum þeirra, sem nýta sér gönguleiðirnar í þessu rafræna formi um það hvernig þær hafi nýst og eins ef einhverjar villur virðast fyrri hendi. Eins höfum við fengið áskorun um það, að merkja þær leiðir, sem teljast fjallahjólatækar sem slíkar og þiggjum við gjarna ábendingar þar að lútandi.