Handbendi hlýtur styrk frá Barnamenningarsjóði

Handbendi hlaut á dögunum styrk frá Barnamenningarsjóði í verkefnið Listaklasi æskunnar. Verkefnið snýr að þróun og rekstur listaklasa ungmenna í einni af endurnýjuðum iðnaðarbyggingum á Hvammstanga.

Verkefnið samanstendur af þremur meginþáttum; faglegum listsýningum og gjörningum, fjölbreyttum námskeiðum fyrir listaþyrst ungmenni leidd af atvinnufólki í listum auk þess sem boðið verður upp á opið skapandi rými fyrir ungt fólk til að hittast og vinna að eigin verkefnum. Samstarfsaðilar Handbendis um verkefnið eru Bakki Studios og Húnaklúbburinn.

Við hjá SSNV óskum Handbendi innilega til hamingju og fylgjumst spennt með áframhaldinu.