Fýsileikakönnun á almenningssamgöngum á Norðurlands vestra

Út er komin skýrsla um fýsileika almenningssamganga á Norðurlandi vestra. Skýrslan er unnin af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri með stuðningi úr Byggðaáætlun. Í skýrslunni eru skoðaðar þær leiðir sem mest þörf er á almenningssamgöngum í landshlutanum. Þær leiðir sem helst teljast fýsilegar eru leiðirnar Hólar-Sauðárkrókur, hugsanlega Varmahlíð-Sauðárkrókur sem er mjög fjölfarin leið innan svæðisins, Blönduós – Skagaströnd ásamt leiðarinnar frá Hvammstanga að hringvegi. Skýrslan er aðgengileg hér.

 

Til að kynna skýrsluna var haldin örráðstefna um almenningssamgöngur þar sem Hjalti Jóhannesson, einn skýrsluhöfunda fór yfir efni hennar, Nanna Steina Höskuldsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, fjallaði um nýjar leiðir í almenningssamgöngum og Halldór Jörgensson forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni fór yfir breytingar á innheimtu og nemagjöldum hjá Strætó. Upptaka af örráðstefnunni er aðgengileg hér.