Fyrsti starfsmaðurinn í nýja aðstöðu Útibússins

Í síðustu viku opnaði Útibúið, skrifstofusetur á Hvammstanga, formlega. Í útibúinu eru til útleigu alls 10 skrifstofurými í björtu og glæsilegu húsnæði. Val er um annars vegar opin rými sem stúkuð eru af með hljóðdempandi skilrúmum og hins vegar lokaðar skrifstofur. Nú þegar eru fjögur rými komin í leigu, í þrem af þeim situr starfsfólk SSNV en í dag hóf störf starfsmaður Ferðamálastofu sem verður með aðsetur hjá Útibúinu.

 

Við bjóðum Beate Maria Kury hjartanlega velkomna.

 

Nánari upplýsingar um aðstöðu í Útibúinu má finna hér.