Frumkvæði

Frumkvæði er úrræði Vinnumálastofnunar fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur.

Í úrræðinu eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.  Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.


Vinsamlegast athugið! Síðasti umsóknarfrestur ársins í Frumkvæði er til og með 31. janúar 2022.
Hægt er að senda fyrirspurnir á ráðgjafa Frumkvæðis á netfangið: frumkvaedi@vmst.is

Sjá nánari upplýsingar