Fjöldi umsókna í Matsjánna

Umsóknarfrestur í Matsjánna lauk nú á dögunum en um er að ræða verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi. 

Alls hafa 82 smáframleiðendur matvæla skráð sig í Matsjánna. Landshlutasamtökin um land allt og SSFM eru himinlifandi með góðar viðtökur. Hér að neðan má sjá skiptingu þátttakenda eftir landshlutum. 

Kynningarfundur fyrir þátttakendur fer fram 2. desember næstkomandi. Ef einhverjir eru áhugasamir en hafa ekki náð að skrá sig er bent á að hafa samband við Oddnýju Önnu Björnsdóttir, framkvæmdastjóra SSFM, í gegnum netfangið ssfm@ssfm.is.