Ertu með hugmynd? Skrifaðu hana niður

Á  næstu dögum verða minnisblokkir sendar á öll heimili á Norðurlandi vestra í tilefni þess að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Blokkirnar hafa meira notagildi heldur en hinn hefðbundni fjölpóstur og við vonum að þær komi að góðum notum til að skrifa niður hugmyndir, minnispunkta og innkaupalista svo dæmi séu nefnd.

Í hægra horni blokkarinnar er að finna QR kóða sem er skannaður með myndavélasíma, við það opnast slóð með upplýsingum um Uppbyggingarsjóðinn.  

Rafrænn kynningarfundur fer fram á miðvikudaginn kl. 12:00 þar sem farið verður yfir umsóknarferlið og helstu úthlutunarreglur. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, 12. nóvember 2021.  

Við minnum á að flokka minnisblöðin eftir notkun!