Bókun stjórnar SSNV

Stjórn SSNV tekur undir bókun Samtaka orkusveitarfélaga um mikilvægi þess að arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu skiptist með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagaðilar við vinnslu og flutning orku. Tryggja þarf að nærumhverfið, þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti sanngjarns ávinnings. Lögð er áhersla á að sveitarfélög fái hlutdeild í auðlindagjaldi og að fasteignaskattar verði greiddir af öllum fasteignum, þ.m.t. öllum mannvirkjum sem tengjast virkjunum og flutningi rafmagns. Er það í samræmi við stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026 um styrkingu og breikkun tekjustofna sveitarfélaga svo stuðla megi að fjárhagslegri sjálfbærni þeirra. Auk þess áréttar stjórn SSNV mikilvægi þess að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.

Nánar um málið má lesa í fundargerð stjórnar hér