Hinn árlegi "Beint frá býli dagur" er haldinn um helgina, en að honum standa Samtök smáframleiðenda. Dagurinn er haldinn í öllum landsfjórðungum og hjá okkur á Norðurlandi vestra eru það rósabændurnir á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi, sem bjóða heim frá 13 til 16 á sunnudagin kemur.. Þar gefst kostur á að versla rósir úr nyrstu rósarækt í Evrópu auk hliðarafurða, sem þau hafa verið að þróa s.l. misseri .
Að auki verður þarna markaður þar sem nokkrir framleiðendur af svæðinu verða með sínar vörur til sölu.
Það hefur sjaldan verið betri ástæða að fá sér bíltúr í Lýtó og spáin er góð.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550