Auglýst er eftir umsóknum í Orkusjóð

Orkustofnun auglýsir eftir umsóknum í Orkusjóð. Styrkirnir sem verða veittir eru almennir styrkir vegna orkuskipta.  Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt.

Verkefnastyrkir eru veittir fyrir

  • Framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis (raf- eða lífeldsneytis)
  • Innviðir fyrir orkuskipti
    • Samgöngur á landi
      • Hraðhleðslustöðvar á fjölförnustu leiðum landsins
  • Samgöngur á sjó eða vötnum
    • Hleðsluinnviðir í höfnum
    • Tækjabúnaður sem nýtir endurnýjanlega orku í stað olíu
      • T.a.m í framleiðslu, flutningum eða siglingum
      • Varafl

Styrkir Orkusjóðs eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Orkustofnunar