AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum í samstarfi við Akureyrarbæ.

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum í samstarfi við Akureyrarbæ. 

Vinnuaðstaðan er án endurgjalds og hugsuð sem styrkur til viðkomandi verkefna. Aðstaðan er í húsnæði AkureyrarAkademíunnar Sunnuhlíð 12. Tímabil sem auglýst er til úthlutunar eru sex mánuðir frá 1. september til 28. febrúar. Umsóknir um heil tímabil hafa að öðru jöfnu forgang en heimilt er að úthluta vinnuaðstöðu til skemmri tíma. Verklagsreglur um stuðninginn má finna hér.

Við mat á umsóknum er m.a. tekið mið af eftirfarandi þáttum:

  • Nýsköpunargildi verkefnis. 
  • Verkefnið sé í þróun, eiginleg starfsemi ekki hafin og að það sé ekki í samkeppni við starfsemi sem fyrir er á markaði. 
  • Verkefnið falli vel að starfsemi AkureyrarAkademíunnar. 


AkureyrarAkademían er þverfaglegt samfélag háskólanema, sjálfstætt starfandi fræðimanna, listafólks og frumkvöðla sem vinna að fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Lögð er áhersla á góða aðstöðu, hvetjandi umhverfi og skemmtilegan starfsanda.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst nk. 

Nánari upplýsingar er að fá hjá AkureyrarAkademíunni í síma 833-9861 og á heimasíðu