Áfangastaðurinn Norðurland vestra 2030 ?

Kistan góða í Spákonufelli (c) Róbert Daníel Jónsson
Kistan góða í Spákonufelli (c) Róbert Daníel Jónsson

Á fundinum mun Hjörtur Smárason hjá Saltworks kynna niðurstöður verkefnis, sem hann hefur unnið fyrir SSNV undanfarna 6 mánuði.  Kynntar verða tillögur að stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi vestra út frá stöðu og samkeppnishæfni og hvernig ímynd svæðisins getur virkað á íbúaþróun og atvinnumál.  Reifaðar verða tillögur að því hvernig megi styrkja ímynd svæðisins og í leiðinni aðdráttaraflið til að laða að nýja (og gamla..) íbúa - til góða fyrir samfélag og atvinnulíf.

 

Fundurinn er opinn jafnt íbúum sem og aðilum atvinnulífsins. Tökum þátt í samtalinu !

Miðgarður í Skagafirði fimmtudaginn 2. Mars 2023,  klukkan 16 til 18

SKRÁNING